Það er engin lækning við PCOS, en það er hægt að meðhöndla einkennin.
Það fer eftir því hvaða einkenni á að meðhöndla hvernig meðferð er valin.
Reyndu að finna rótina að vandanum með aðstoð sérfræðings.
Getnaðarvarnarpilla
Þessi meðferð getur hjálpað til við að koma reglu á tíðarhringin.
Það eru til mismunandi tegundir sem eru misgóðar. Þú skal ræða það við lækninn þinn.
Primolut
Stundum þurfa konur með PCOS lyf til að byrja eða enda blæðingar. Sama lyfið er notað til að byrja blæðingar eftir langt hlé og stöðva blæðingar ef þær vara lengi eða eru miklar.
Lyfið hermir eftir virkni prógesteróns. Það er oft skortur á prógesteróni hjá konum með PCOS og það getur valdið blæðingatruflunum.
Getnaðarvarnarpilla
Stundum skrifað upp á pilluna við hormónabólum. Þá er vonast til að minnka bólukennda húð með því að jafna út hormónin.
Spirix og Spiron
Þetta lyf blokkar andrógenviðtaka og dregur úr andrógenframleiðslu í eggjastokkum.
Decutane
Þetta lyf er notað þegar önnur meðferð hefur ekki dugað.
Lyfið dregur úr framleiðslu húðfitu og bakteríu sem valda bólgu í húð og þrymlabólum (á ensku acne vulgaris)
Spirix og Spiron
Þetta lyf blokkar andrógenviðtaka og dregur úr andrógenframleiðslu í eggjastokkum.
Leysermeðhöndlun
Það er hægt að fá hjá leysermeðferð hjá húðlæknum og á snyrtistofum. Þá er leysigeisla beint að hársekknum.
Konur með PCOS geta fengið niðurgreiðslu á leysermeðhöndlun.
Þar sem rótin að vandanum er hormónaójafnvægi getur verið að ávinninngur leysermeðferðar sé tímabundinn.
Metformin og Glucophage
Metformin er virka efnið í lyfinu. Lyfið er sykursýkislyf sem er notað til að koma í veg fyrir þróun sykursýkis 2.
Lyfið dregur úr myndun glúkósa í lifur og upptöku glúkósa í þörmum auk þess sem það eykur næmni insúlínviðtakanna á frumunum.
Þar af leiðandi lækkar blóðsykurinn og líkaminn getur minnkað insúlínframleiðsluna.
Of mikið insúlín getur leitt til offramleiðslu andrógena sem hafa truflandi áhrif á líkamann.
Það er mikilvægt að skoða næringu vel með töku þessa lyfs og lágmarka kolvetni.
Saxenda, Ozempic og Wegovy
Þetta eru semaglútiðlyf sem hægja á tæmingu magans. Það hefur þau áhrif að seddutilfinning kemur fyrr.
Margar konur með PCOS sem taka semaglútiðlyf lýsa líka hvernig lyfin hafa áhrif á meltingu, minni bólgumyndun og aukna orku.
Lyfin hjálpa líka við blóðsykursstjórnun.
Þeim fylgja líka aukaverkanir eins og ógleði, brjóstsviði, hárlos, orkuleysi og þreyta.
Ekki allar konur upplifa öll áhrif eða aukaverkanir.
Ovitrelle
Eggörvandi lyf sem hermir eftir hormónum sem stjórna egglosi.
Læknirinn mun líklega koma með tillögur að lífstílsbreytingum. Hverjar þær eru fara eftir þínum aðstæðum, einkennum og öðrum þáttum.
Dæmi um lífstílsbreytingar geta verið:
Hafa samband
Fræðsluefni
Styrkja samtökin