Ef þú finnur fyrir einkennum PCOS, koma þau venjulega fram seint á táningsaldri eða snemma á tvítugsaldri. Einkenni geta líka komið fram seinna.
Ekki allar konur með PCOS finna fyrir sömu einkennum og einkennin geta komið fram misalvarlega.
Það getur verið erfitt að koma auga á einkenni PCOS þar sem mörg einkennanna er hægt að rekja til annarra orsaka. Þess vegna er oft erfitt fyrir konur að átta sig á PCOS sé valdur af ýmsum einkennum þeirra.
Nákvæm orsök PCOS er enn óþekkt, en er talin vera samspil erfða og umhverfis.
Einkenni PCOS geta haft bæði líkamleg og andleg áhrif.
Sum einkenni PCOS eru sýnileg á meðan önnur einkenni eru ósýnileg.
Margar konur með PCOS eru líka með aukið insúlínviðnám. Það þýðir að líkaminn vinnur ekki úr glúkósa (blóðsykri) eins og hann ætti að gera.
Þetta getur leitt til hækkaðs blóðsykurs og valdið því að líkaminn framleiðir meira insúlín. Of mikið insúlín getur valdið því að líkaminn framleiðir fleiri andrógen.
Aukið insúlínviðnám veldur því að líkaminn er líklegri til að þyngjast og gerir það erfitt að léttast.
Konur með PCOS eru líklegri til að þróa kvíða og þunglyndi.
Bæði hormónabreytingar og einkenni eins og aukinn hárvöxtur, þyngdaraukning eða frjósemisvandi geta haft áhrif á sjálfstraust.
Ef þú finnur fyrir einkennum kvíða og þunglyndis er mikilvægt að þú ræðir þau við lækni þinn.
PCOS er ein algengasta orsök frjósemisvanda kvenna. Margar konur uppgötva að þær eru með PCOS þegar þær eiga í erfiðleikum með að verða verða óléttar.
Í hverjum tíðahring losa eggjastokkarnir egg í legið. Þetta ferli er kallað egglos og gerist venjulega einu sinni í mánuði.
Sumar konur með PCOS fá sjaldan eða aldrei egglos, sem þýðir að þær hafa óreglulegar eða engar blæðingar og eiga erfitt með að verða óléttar.
Þú getur fengið blæðingar án þess að fá egglos.
Ekki allar konur með PCOS eiga erfitt með að verða óléttar.
Konur með PCOS eru líklegri til að þróa önnur heilsufarsvandamál síðar á lífsleiðinni.
Konur með PCOS eru til dæmis í aukinni hættu á:
Konur sem hafa haft óreglulegar eða fáar blæðingar í mörg ár geta verið í aukinni hættu á að fá krabbamein í legi (legbolskrabbamein).
Líkurnar á að fá krabbamein í leg eru samt litlar og hægt að lágmarka þær enn frekar með því að nota aðferðir til að stjórna blæðingum.
Konur með PCOS eru í meiri hættu á fylgikvillum á meðgöngu, svo sem háþrýstingi, meðgöngueitrun, meðgöngusykursýki og fósturláti.
Hafa samband
Fræðsluefni
Styrkja samtökin