Bjargráð

Bjargráð

Það er ýmislegt sem þú getur gert til að minnka PCOS einkenni þín. 

Við höfum tekið saman lista af því sem þú getur gert, sem konur með PCOS hafa góða reynslu af.


Vítamín og bætiefni

Bætiefni eru lítið rannsökuð og því geta áhrif þeirra verið mismikil. Best er að fá sem flest vítamín og bætiefni frá mat.


Það er góð regla að tala við lækni eða lyfjafræðing áður en þú byrjar að taka inn vítamín og bætiefni.


Athugaðu að ýmis bætiefni má ekki taka á meðgöngu eða á meðan brjóstagjöf stendur.

  • Svefn og orka

    Magnesíum - Fyrir skapið og bættum svefni. Það eru til mismunandi tegundir af magnesíum. Athugaðu hvaða tegund hentar þínum þörfum


    L-theanin - hefur róandi áhrif. Er til dæmis að finna í grænu tei. 

  • Þyngdarstjórnun og insúlínviðnám

    Inositol og myo-chiro 40:1  - Fyrir insúlínviðnám og testósterón. 


    Berberine - Kviðfita og insúlín. Þetta bætiefni er ekki leyft á Íslandi og því ekki selt hér.


    L-carnitine - Þyngdarstjórnun og insúlínviðnám.


    NAC - Insúlín og reglulegar blæðingar.


    Króm - blóðsykurs- og þyngdarstjórnun


    CoQ10 - insúlín og bólguástand

  • Hárlos og hárvöxtur

    Sínk - getur hægt á framleiðslu andrógena og þar með hárvexti í andliti


    Saw palmetto - Freyspálmi. Hárlos og hárvöxtur í andliti


    Spearmint - Hrokkinmynta. Getur hægt á framleiðslu andrógena og þar með hárvexti í andliti

  • Bólur og húð

    Ómega 3 - getur komið jafnvægi á andrógen framleiðslu


    Sínk - Andrógen og hárvöxtur í andliti

  • Frjósemi og reglulegar blæðingar

    NAC - getur haft áhrif á insúlín og komið á reglulegum blæðingum


    D-vítamín - frjósemi og reglulegar blæðingar

  • Í stafrófsröð

    Berberine - Kviðfita og insúlín - þetta bætiefni er ekki leyft og ekki selt á Íslandi.


    B vítamín. - Stuðlar að aukinni orku og getur stuðlað að minna insúlínviðnámi. Sérstaklega  gott að taka B12 ef þú tekur Metformin eða Glucophage en þau lyf geta dregið úr  framleiðslu vítamínsins í líkamanum.


    CoQ10 - insúlín og bólguástand.


    D-vítamín - frjósemi og reglulegar blæðingar.


    Engifer - Hefur bólguhamlandi áhrif.


    Góðgerlar - Stuðla að heilbrigðari magaflóru sem getur dregið úr einkennum PCOS. Gott er að skipta um góðgerla á þriggja mánaða fresti.


    Inositol og myo-chiro 40:1 - Fyrir insúlínviðnám og testósterón.


    Kanill - Blóðsykursstjórnun.


    Króm - blóðsykurs- og þyngdarstjórnun.


    L-carnitine - Þyngdarstjórnun og insúlínviðnám.


    L-theanin - hefur róandi áhrif. Er til dæmis að finna í grænu tei.


    Maca - Hefur jákvæð áhrif á orku, hárvöxt í andliti og bólur. Einnig jákvæð áhrif á insúlínviðnám og blóðsykur.


    Magnesíum - Fyrir skapið og bættum svefn. Það eru mismunandi tegundir af magnesíum. Athugaðu hvaða tegund hentar þínum þörfum.


    NAC - insúlín og reglulegar blæðingar.


    Ómega 3 - andrógen.


    Saw palmetto - Freyspálmi. Hárlos og hárvöxtur í andliti.


    Sínk - Andrógen og hárvöxtur í andliti.


    Túrmerik - Hefur bólguhamlandi áhrif.


Næring og PCOS

Almennt er mælt með að:


  • auka prótíninntöku - gjarnan um 30 grömm í hverri máltíð
  • minnka einföld kolvetni - flókin, trefjarík kolvetni eru góð
  • auka trefjar - mælt er með 25 grömmum af trefjum á dag

Hreyfing og PCOS

Besta hreyfingin er fyrst og fremst hreyfing sem þú hefur gaman að og sérð fram á að geta bætt inn í daglegt líf. 


  • Göngutúr er vanmetin hreyfing og eykur grunnbrennslu líkamans.
  • Lyftingar byggja vöðva, sem vinnur gegn insúlínviðnámi og ýmilegt annað gott.
  • Pílates eykur styrk og úthald án mikillar áreynslu, sem þýðir að líkaminn framleiðir ekki stresshormón sem hafa hormónatruflandi áhrif á einstaklinga með PCOS.
  • Jóga eykur styrk og lækkar stresshormón.


Share by: